Böðvar Guðmundsson
Böðvar Guðmundsson er rithöfundur, ljóðskáld, söngtextahöfundur, lagasmiður, gítarleikari, þýðandi, leikskáld og kennari. Eftir hann liggja ljóðabækur, leikrit og skáldsögur. Auk þess hefur Böðvar þýtt fjölda erlendra verka fyrir börn og fullorðna. Fyrsta bók hans, ljóðabókin Austan Elivoga, kom út árið 1964. Böðvar hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1996 fyrir skáldsöguna Lífsins tré, sjálfstætt framhald Híbýla vindanna. Þessar bækur eru oft saman kallaðar vesturfarasögurnar. Þess má geta til gamans að Böðvar er sonur Guðmundar Böðvarssonar skálds frá Kirkjubóli í Hvítársíðu í Borgarfirði og voru þeir Jóhannes og Guðmundur góðvinir alla tíð.
© Ljósmynd/Elín Elísabet Einarsdóttir.
„Þetta er fallegasta lýsing vorkomunnar sem ég þekki og ég hef hana yfir með sjálfum mér oft á hverju einasta vori.“
Brot
…Svo lifna blómin einn ljósan dag
og lóan kvakar í mónum.
Og fjallið roðnar af feginleik
og fikar sig upp úr snjónum.
Og börnin hlæja og hoppa út
með hörpudiskana sína.
– Og einn á skel yfir fjörð ég fer,
að finna vinstúlku mína…