Jólin koma hefur nú komið út í rúmlega 30 útgáfum síðan hún var fyrst gefin út 1932. Síðast var hún útgefin 2021 og var það talið 30. prentun. En við vitum að hún hefur komið út a.m.k. einu sinni oftar, því fyrir nokkrum árum fannst eintak í Hveragerði sem var merkt sem 3. útgáfa og […]

Jólakötturinn verður á ferli um miðborgina næstu vikur en síðastliðinn laugardag kveikti forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, á nýrri jólaskreytingu á Lækjartorgi sem er sjálfur Jólakötturinn. Hann er engin smásmíði, um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og er lýstur upp með 6.500 LED-ljósum. Við athöfnina söng barnakórinn Graduale Futuri nokkur jólalög […]

Í byrjun sumars, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní, var haldið upp á 80 ára afmæli Bókmenntafélagsins Máls og menningar í menningarhúsinu Hörpu. Af þessu tilefni gaf félagið út bókina Sóley sólufegri, sem fjallar um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar.

Komin er út Dagbók Jóhannesar úr Kötlum úr vináttuheimsókn til Kína árið 1952, en þá um haustið fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða árið 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum í för voru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.

Þessi unga pakistanska stúlka að  nafni Kanisha Riaz fékk óvænta gjöf frá Íslandi fyrir jólin, en hjónin Svanur Jóhannesson, sonur Jóhannesar úr Kötlum, og Ragnheiður Ragnarsdóttir kona hans, styðja þessa stúlku í gegnum ABC-barnahjálp. Kanisha fékk jólakort með mynd af Þvörusleiki og Jólin koma.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum

Ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. aldar á Íslandi yrði það nærri því óhjákvæmilega Jóhannes úr Kötlum. Hann lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum og um engan samtímamann hans í skáldahópi verður sagt með jafnmiklum sanni að hann hafi fundið til í stormum sinnar tíðar. Enginn fylgir heldur eins nákvæmlega þróun ljóðlistarinnar á öldinni. Hann hóf feril sinn sem nýrómantískt skáld á þriðja áratugnum, innblásinn af löngun til að efla hag landsins og ást þegnanna á því. Hann var líka einlægur trúmaður og þó að hann yrði síðar gagnrýninn á guð almáttugan hélt hann alla tíð vinskap sínum við Jesú Krist, eins og launkímni ljóðaflokkurinn Mannssonurinn (1966) er dæmi um. Á kreppuárum fjórða áratugarins var hann í broddi fylkingar róttækra skálda, knúinn áfram af löngun til að efla sjálfstraust alþýðunnar og örva hana til að berjast fyrir bættum kjörum.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum1. desember 2022
Jólin koma hefur nú komið út í rúmlega 30 útgáfum síðan hún var fyrst gefin út 1932. Síðast var hún útgefin 2021 og var það talið 30. prentun. En við vitum að hún hefur komið út a.m.k. einu sinni oftar, því fyrir nokkrum árum fannst eintak í Hveragerði sem var merkt sem 3. útgáfa og var ekki vitað um þá prentun áður. Það var prentað í Félagsprentsmiðjunni 1943.

Árið 2015 var Jólin koma gefin út á ensku í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Það er bókaútgáfan Griffla sem stóð að því og er nú verið að prenta 2. prentun af þeirri útgáfu sem kemur á markað fyrir þessi jól.

Nú á 90 ára afmælisári Jólin koma hefur bókin nú verið þýdd á pólsku og þýðandinn er pólsk og heitir Nina Slowinska.

https://www.forlagid.is/vara/ida-swieta/

Það var fyrir milligöngu Margrétar Blöndal fjölmiðlakonu og verkefnisstjóra fyrir rúmu ári síðan að þetta samstarf hófst og Bókaútgáfa Forlagsins tók að sér að gefa bókina út. Margrét fékk styrk úr Samfélagssjóði Krónunnar til þýðingarinnar og verkið hófst. Af hálfu Forlagsins var það Úa – Hólmfríður Matthíasdóttir sem sá um að koma bókinni í gegnum verkferilinn: þýðingu, umbrot, prentun og bókband og nú er bókin komin út í sama formi og 80 ára afmælisútgáfan 2012.
Bókin fæst einnig sem hljóðbók á vef Forlagsins og á Storytel.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum24. desember 2021
Þrettándi var Kertasníkir…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum23. desember 2021
Ketkrókur, sá tólfti…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum22. desember 2021
Ellefti var Gáttaþefur…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum21. desember 2021
Tíundi var Gluggagægir…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum20. desember 2021
Níundi var Bjúgnakrækir…