Jólasýning Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns var opnuð nú í byrjun desember en tilefni sýningarinnar er 80 ára útgáfuafmæli kvæðakversins Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum.

Haustið 1952 eða nánar tiltekið 28. september fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum fóru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.

„Þegar ég var barn að aldri, var hann til þess fenginn að troða inn í mig einhvers konar undirstöðuatriðum menntunarinnar. Þetta gekk ekki mjög vel og varð okkur báðum til sárra leiðinda. En þá voru að öðru leyti skemmtilegir tímar í Dölum vestur og skemmtilegt fólk, sem lifði lífi sínu í löngum, söngrænum draumi, slungnum ástsjúkri dulúð, yndislegu framhjáhaldi og margs konar geðþekkri vitleysu.“

Mörgum er kunnugt um að Jóhannes úr Kötlum kenndi Steini á unga aldri vestur í Dölum, en Jóhannes var þá farkennari og ferðaðist á milli bæja í sveitum Dalasýslu og í Breiðafjarðareyjum. Síðar lágu leiðir þeirra saman í höfuðborginni og vinskapur þeirra entist öll þau ár sem Steinn átti ólifuð. Var hann í mörg ár […]

Bókin Ljóðaúrval, nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum, sem gefin var út af Forlaginu/Mál og menningu, hefur selst vel undanfarnar vikur. Bókin er nú í þriðja sæti á lista yfir mest seldu bækur Forlagsins og á metsölulista Eymundsson hefur hún hertekið sjötta sætið.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

[fts_facebook type=page id=110810978940652 access_token=EAAP9hArvboQBAC2KL0DXFb471ao1eAygvvDyyJBl4KZBj1Iw4ZCNnviHRZAiCTf0AlbsBKaAURdvsdliIUB0Dsrouf9XqwsPp1RCS8IPPjwVIfoZCwftgzzvWfB2LagoX1rFhgiaXAg3crZAWThzduC4uzJ9ewqxBKbXaJCXExls5GJRsHm8BdPcUKuufgzZCPb5mUD0rqggZDZD posts=6 description=yes posts_displayed=page_only images_align=left]