Fyrir þessi jól koma að nýju út jólakort Erlu Sigurðardóttur með myndum við vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana en kortin hafa verið vinsæl í gegnum árin. Þau voru áður gefin út af Blindrafélaginu, en nú hefur fyrirtækið „Laxakort” ákveðið að gefa þau út.

Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, lést að morgni sunnudagsins 6. september síðastliðins, 101 árs að aldri. Hún dvaldi síðustu æviárin á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík.
Hróðný fæddist 12. maí árið 1908 að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, Dalasýslu. Hún kvæntist Jóhannesi þann 24. júní 1930 og eignuðust þau þrjú börn, Svan, Ingu Dóru og Þóru.

Í þættinum Ársól sem var á dagskrá Rásar eitt í morgun ræddi Njörður P. Njarðvík um Jóhannes úr Kötlum og las ljóð eftir hann. Hægt er að hlusta á þáttinn gegnum Vefvarp Ríkisútvarpsins næstu tvær vikur gegnum þennan tengil.

Ljóðið um Labbakút og Vísur Ingu Dóru komu fyrst út árin 1946 og 1959 en vísnabálkarnir tveir eru löngu orðnir sígildir, rétt eins og svo margt sem Jóhannes úr Kötlum orti. Bækurnar hafa verið ófáanlegar lengi en nærri má geta að eintök af fyrri prentunum hafi gengið kynslóða á milli. Til að varðveita þessa menningu barna enn frekar endurútgefur Mál og menning nú bækurnar í sinni upprunalegu mynd.

Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, er 100 ára í dag. Hróðný dvelur á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík og heldur uppá daginn með fjölskyldu sinni. Hróðný fæddist þennan dag árið 1908 að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, Dalasýslu.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

[fts_facebook type=page id=110810978940652 access_token=EAAP9hArvboQBAC2KL0DXFb471ao1eAygvvDyyJBl4KZBj1Iw4ZCNnviHRZAiCTf0AlbsBKaAURdvsdliIUB0Dsrouf9XqwsPp1RCS8IPPjwVIfoZCwftgzzvWfB2LagoX1rFhgiaXAg3crZAWThzduC4uzJ9ewqxBKbXaJCXExls5GJRsHm8BdPcUKuufgzZCPb5mUD0rqggZDZD posts=6 description=yes posts_displayed=page_only images_align=left]