Jólakötturinn á ferli í skammdeginu

Jólakötturinn verður á ferli um miðborgina næstu vikur en síðastliðinn laugardag kveikti forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, á nýrri jólaskreytingu á Lækjartorgi sem er sjálfur Jólakötturinn. Hann er engin smásmíði, um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og er lýstur upp með 6.500 LED-ljósum.
Við athöfnina söng barnakórinn Graduale Futuri nokkur jólalög og hjónin Grýla og Leppalúði voru á staðnum og veittu viðtöl ásamt jólakettinum.

Fréttatilkynning frá Miðborg Reykjavíkur