Valgerður Benediktsdóttir

Valgerður Benediktsdóttir er ljóðskáld og starfar sem lögfræðingur hjá réttindastofu Forlagsins. Fyrsta ljóðabók hennar, Ferðalag með þér, kom út árið 2001 en einnig hafa birst eftir hana ljóð í blöðum og ýmsum safnritum.

„Mér hefur alla tíð þótt einstaklega vænt um ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Það var bara síðast í gær sem ég sat með Sjödægru í höndunum og rifjaði upp kynni mín af ljóðum hans. Ég vel ljóðið Enn um gras úr bókinni Ný og nið.“

Enn um gras

Óskiljanlegt er grasið:
maður treður það undir fótum sér
en það reisir sig jafnharðan við aftur.

Óskiljanlegt er grasið:
skepnurnar bíta það og renna því niður
og skila aftur hinu ómeltanlega
– en viti menn:
á því nærist svo nýtt gras.

Já óskiljanlegt er það
hið græna gras jarðarinnar:
auðmýktin og uppreisnin í senn.