Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir er fyrrverandi verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar. Framkvæmdastjóri í bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar 1986–1989. Í stjórn Máls og menningar frá 1974. Í stjórn Íslensk-sænska félagsins 1984–1990. Í varastjórn Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins 1987–1989 og aðalstjórn frá 1989. Í varastjórn Norræna hússins 1991–1993. Viðurkenningar: Riddarakross Hvítu rósar Finnlands 1989. Sænska Nordstjärneorden 1995. Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1998.

Anna Einarsdóttir var lengi að að velta fyrir sér hvaða ljóð hún ætti að velja; „uppáhaldsljóðin eru svo mörg“ segir hún.
En… „Vorið góða“ Það seytlar inn í hjarta mitt.
„Þjóðvör“ Er haustið varpar húmi…
„Er hnígur sól“ og „Jesús Maríuson“.
Ætli það séu ekki uppáhaldsljóðin mín!

Vorið góða

Það seytlar inn í hjarta mitt
sem sólskin fagurhvítt,
sem vöggukvæði erlunnar,
svo undur fínt og blítt,
sem blæilmur frá víðirunni,
– vorið grænt og hlýtt.

Ég breiði út faðminn – heiðbjört tíbrá
hnígur mér í fang.
En báran kyssir unnarstein
og ígulker og þang.
Nú hlæja loksins augu mín,
– nú hægist mér um gang.

Því fagurt er það, landið mitt,
og fagur er minn sjór.
Og aftur kemur yndi það,
sem einu sinni fór.
Og bráðum verð ég fallegur
og bráðum verð ég stór…