Bókin Ljóðaúrval, nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum, sem gefin var út af Forlaginu/Mál og menningu, hefur selst vel undanfarnar vikur. Bókin er nú í þriðja sæti á lista yfir mest seldu bækur Forlagsins og á metsölulista Eymundsson hefur hún hertekið sjötta sætið.
Hátíðardagskrá verður haldin sunnudaginn 9. maí til heiðurs Jóhannesi úr Kötlum í tilefni af útkomu nýrrar bókar með úrvali ljóða hans. Dagskráin fer fram í Bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu og er öllum opin.
Síðastliðinn miðvikudag var Silja Aðalsteinsdóttir, útgáfustjóri Máls og menningar, gestur Kiljunnar á RÚV. Silja ræddi við Egil Helgason um Ljóðaúrval, bók sem hún ritstýrði og ritar inngang að, en þessi útgáfa er að sögn Silju ætluð nýjum kynslóðum ljóðaunnenda sem aðeins hafa kynnst Jóhannesi að litlu leyti í gegnum sína skólagöngu.
Í þætti Torfa Geirmundssonar á Útvarpi Sögu þann 14. apríl síðastliðinn var rætt við Valdimar Tómasson vegna útkomu Ljóðaúrvals Jóhannesar úr Kötlum en Valdimar er manna fróðastur um ljóð og ljóðabækur á Íslandi og á eitt stærsta safn íslenskra ljóðabóka í einkaeigu hér á landi. Valdimar og Torfi fóru yfir þær bækur sem Jóhannes gaf […]
Forlagið/Mál og Menning hefur gefið út nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum sem ber einfaldlega heitið Ljóðaúrval. Í þessu úrvali má finna ljóð úr öllum bókum Jóhannesar fyrir fullorðna, bæði frumsamin og þýdd, sem gefa breiða mynd af margslungnum ljóðheimi skáldsins.
Skáldasetur á Facebook
Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.
[fts_facebook type=page id=110810978940652 access_token=EAAP9hArvboQBAC2KL0DXFb471ao1eAygvvDyyJBl4KZBj1Iw4ZCNnviHRZAiCTf0AlbsBKaAURdvsdliIUB0Dsrouf9XqwsPp1RCS8IPPjwVIfoZCwftgzzvWfB2LagoX1rFhgiaXAg3crZAWThzduC4uzJ9ewqxBKbXaJCXExls5GJRsHm8BdPcUKuufgzZCPb5mUD0rqggZDZD posts=6 description=yes posts_displayed=page_only images_align=left]