Entries by Vefstjóra

Um íslensku kúna

Jóhannes úr Kötlum talar um kúna í þættinum Dýraríkið, 9. október 1960. Í Gullkistunni á Rás 1 í dag var flutt gömul segulbandsupptaka úr safni Ríkisútvarpsins en þar fjallar Jóhannes um íslensku kúna og margt sem henni tengist frá fyrri tíð og fram á okkar daga sem forvitnilegt er að hlusta á.

Jólin koma – aftur og enn á ný

[dropcaps]J[/dropcaps]ólakvæði Jóhannesar úr Kötlum eru nú í 24. prentun, eiga 75 ára afmæli og tróna á toppi bóksölulista ljóðabóka. Hún er langvinsælasta bók skáldsins.
ÞAÐ var á Barónsborg á árunum kringum og eftir 1960 og biðin eftir jólunum jafn mikil þraut og hún hefur alltaf verið íslenskum börnum. Í þeim þjáningum var þó líkn.

Jólakötturinn

Þið kannist við jólaköttinn, – sá köttur var gríðarstór. Fólk vissi ekki hvaðan hann kom eða hvert hann fór. Hann glennti upp glyrnurnar sínar, glóandi báðar tvær. – Það var ekki heiglum hent að horfa í þær. Kamparnir beittir sem broddar, upp úr bakinu kryppa há, – og klærnar á loðinni löpp var ljótt að […]