Entries by Vefstjóra

Jólasveinarnir

Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Þeir uppi á fjöllum sáust, – eins og margur veit, – í langri halarófu á leið niður í sveit. Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, – það var leiðindafólk. Þeir jólasveinar nefndust, – um jólin […]

Stefjahrun, gagaraljóð, dverghenda og stúfhenda

Nokkrar vísur hafa bæst við í lausavísnaþáttinn: Má þar nefna runhendu sem Jóhannes flutti Símuni av Skarði í Þrastalundi 1929. – Bragarhættirnir stefjahrun, gagaraljóð, dverghenda og stúfhenda, sem eru á netinu í Bragfræði Jóns Ingvars Jónssonar.

Ársól, lög og ljóð

Sunnudaginn 28. október síðastliðinn var áhugaverður þáttur á Rás 1 sem bar nafnið Ársól, lög og ljóð. Njörður P. Njarðvík ræðir m.a. stuttlega um Jóhannes og les ljóð eftir hann. Hægt er að hlusta á þáttinn gegnum Vefvarp Ríkisútvarpsins.

Minningarljóð

Nú byrjar nýr þáttur í Skáldasetri Jóhannesar úr Kötlum en það eru minningarljóð hans sem hann fékkst við mest alla ævina. Meiningin er að safna þeim hér saman á einn stað. Það hefur komið í ljós að þau eru víða til, bæði í bókum hans, tímaritum og blöðum.