Entries by Vefstjóra

Ljárskógasel og Katlarnir

[dropcaps]I[/dropcaps]nni á Gaflfellsheiði neðanverðri, um tíu kílómetra veg frá Ljárskógum í Dölum, liggur hjáleigan Miðsel (Ljárskógasel) sem var í byggð frá árinu 1833-1927. Þar áður höfðu verið selfarir frá Ljárskógum, sennilega um aldir, jafnvel allt frá landnámsöld.

Sangen om den røde rubin

[dropcaps]Í[/dropcaps] þættinum Úlfaldar og mýflugur á Rás eitt í gærmorgun mátti heyra fjallað um… „bók sem olli umtalsverðu fjaðrafoki í íslensku menningarlífi og varð tilefni mikilla blaðaskrifa árið 1957. Lögregluembættið hafði afskipti af henni og andans menn fordæmdu hana. Sumir töldu bókina upploginn þvætting og argasta klám en aðrir vegsömuðu hana fyrir löngu tímabæra hreinskilni í hvatalífs-lýsingum.

Hátíð fer að höndum ein

[dropcaps]Þ[/dropcaps]riðja og síðasta greinin eftir Hjalta Hugason sem við birtum ber nafnið Hátíð fer að höndum ein og hefst þannig: „Í skáldskap Jóhannesar úr Kötlum (1899-1972) tvinnuðust saman tveir þættir sem í hugum margra eru andstæðir: Róttæk vinstristefna og kristin trúarhugsun.

Á mótum dulhyggju og félagshyggju

Nú birtum við aðra greinina af þremur eftir Hjalta Hugason og nefnist hún: Á mótum dulhyggju og félagshyggju. Kristin stef í Sjödægru Jóhannesar úr Kötlum. Hjalti heldur áfram að greina Jóhannes og ljóð hans með augum guðfræðings eða eins og höfundur segir: „…verður leitast við að greina trúarleg stef eða vísanir í ljóðunum án þess að loka með öllu augum fyrir öðrum þáttum þeirra enda verður að skilja ljóð heildstæðum skilningi þar sem eitt sjónarhorn kallast á við annað.”