Entries by Vefstjóra

Margs konar geðþekk vitleysa

„Þegar ég var barn að aldri, var hann til þess fenginn að troða inn í mig einhvers konar undirstöðuatriðum menntunarinnar. Þetta gekk ekki mjög vel og varð okkur báðum til sárra leiðinda. En þá voru að öðru leyti skemmtilegir tímar í Dölum vestur og skemmtilegt fólk, sem lifði lífi sínu í löngum, söngrænum draumi, slungnum ástsjúkri dulúð, yndislegu framhjáhaldi og margs konar geðþekkri vitleysu.“

,

Jóhannes og Steinn Steinarr

Mörgum er kunnugt um að Jóhannes úr Kötlum kenndi Steini á unga aldri vestur í Dölum, en Jóhannes var þá farkennari og ferðaðist á milli bæja í sveitum Dalasýslu og í Breiðafjarðareyjum. Síðar lágu leiðir þeirra saman í höfuðborginni og vinskapur þeirra entist öll þau ár sem Steinn átti ólifuð. Var hann í mörg ár […]