Entries by Vefstjóra

Jólin koma í Pakistan

Þessi unga pakistanska stúlka að  nafni Kanisha Riaz fékk óvænta gjöf frá Íslandi fyrir jólin, en hjónin Svanur Jóhannesson, sonur Jóhannesar úr Kötlum, og Ragnheiður Ragnarsdóttir kona hans, styðja þessa stúlku í gegnum ABC-barnahjálp. Kanisha fékk jólakort með mynd af Þvörusleiki og Jólin koma.

Jólasýning Landsbókasafns

Jólasýning Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns var opnuð nú í byrjun desember en tilefni sýningarinnar er 80 ára útgáfuafmæli kvæðakversins Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum.

Kínaför 1952

Haustið 1952 eða nánar tiltekið 28. september fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum fóru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.

Margs konar geðþekk vitleysa

„Þegar ég var barn að aldri, var hann til þess fenginn að troða inn í mig einhvers konar undirstöðuatriðum menntunarinnar. Þetta gekk ekki mjög vel og varð okkur báðum til sárra leiðinda. En þá voru að öðru leyti skemmtilegir tímar í Dölum vestur og skemmtilegt fólk, sem lifði lífi sínu í löngum, söngrænum draumi, slungnum ástsjúkri dulúð, yndislegu framhjáhaldi og margs konar geðþekkri vitleysu.“