Vesturfarar — sagan um Ólaf Snorrason og eilífðarvélina miklu

Þú getur valið um að hlaða bókunum niður endurgjaldslaust eða greiða einhverja upphæð að eigin vali til að styrkja útgáfuna og síðuna sjálfa sem er unnin í sjálfboðastarfi. johannes.is er töluvert notuð af skólum allt frá grunnskólastigi upp á háskólastig. Hvert framlag er vel metið, þó ekki væri nema til að greiða vefþjónustuaðila fyrir hýsinguna.
Jóhannes samdi þrjár bækur á árabilinu 1949–1951 um flutninga Íslendinga til Nýja heimsins uppúr 1870 og fram yfir aldamótin 1900, mestmegnis til fylkja Kanada og Bandaríkjanna sem lágu við landamæri ríkjanna beggja vegna, í Bandaríkjunum voru það Minnesota, Norður- og Suður-Dakota og í Kanada voru það Manitoba og Alberta.
Bækurnar munu seint teljast sem mikilvæg bókmenntaverk í ferli Jóhannesar en þær gefa töluverða innsýn í þetta tímabil í sögu Íslendinga sem fáar aðrar bækur gefa auk þess sem ríkulegt málfar og orðaforði höfundar veita sagnfræðilegt gildi um ríkidæmi íslenskunnar á þeim tíma sem bækurnar eru ritaðar.
Bækurnar eru nú endurútgefnar í fyrsta skipti frá 1951 og nú í rafútgáfu (ebook) sem hægt er að hala niður endurgjaldslaust. Töluverður tími fór í að vinna bækurnar til stafrænnar útgáfu, skanna þurfti inn hverja blaðsíðu úr upprunalegu útgáfunum og umbreyta síðan mynd í letur til rafbókargerðar og yfirfara og leiðrétta texta þar sem það átti við.

Dauðsmannsey
Ólafur Snorrason er drykkfelldur hagleikssmiður og kotbóndi sem eyðir tíma sínum við smíðar á eilífðarvélinni sjálfri; perpetuum mobile. Hörmungar og harðindi leika landið grátt og margir hugsa sér til hreyfings til Vesturálfu.

Siglingin mikla
Íslendingarnir stíga á skipsfjöl og sigla fyrst til Skotlands og Ólafur kannar skemmtanalífið. Elífðarvélinni hefur verið vel pakkað niður í lest. Frelsisálfan bíður enn handan hafsins með öll sín tækifæri og ríkidæmi.

Frelsisálfan
Síkakó: hér finnst hvorki töðuilmur né eitt dirrindí úr lóu. Markaðshrunið mikla í Kauphöllinni í New York er nýyfirstaðið og atvinnuleysi eykst. Innflytjendur flykkjast til borgarinnar, beint inn í alla eymdina og volæðið.