Entries by Vefstjóra

Er sú spurning áleitin

Fleiri vísur hafa nú bæst við í „Lausavísnaþáttinn“ og koma úr mörgum áttum. Ólafur Guðbrandsson frá Kambsnesi í Dölum sendi mér þrjár vísur úr Dölunum. Ein er um móður hans, önnur um Einar afa minn á Hróðnýjarstöðum og þriðja um séra Ólaf á Kvennabrekku.

Enn bætast við fleiri vísur

Það má með sanni segja að ferskeytlan lifir enn góðu lífi á Fróni. Í lausavísnaþættinum birtast nú vísur sem endur fyrir löngu urðu til í kaffistofu Máls og menningar að Laugavegi 18 og hafa geymst í minni Önnu Einarsdóttur fv. verslunarstjóra í Bókabúð Máls og menningar.

Fleiri gamlar lausavísur

Í dag var bætt við nokkrum vísum í þáttinn „Lausavísur“. Vísurnar eru undir titlinum „Vísur úr Dölunum“ og eru um sr. Jón Guðnason skjalavörð, sr. Ólaf Ólafsson á Kvennabrekku, Eyjólf bónda Jónasson í Sólheimum, Skúla bónda Jóhannesson á Dönustöðum og um köttinn hennar Hugrúnar Þorkelsdóttur á Hróðnýjarstöðum.

Opnun skáldaseturs

Það er segin saga að verk Jóhannesar úr Kötlum hafa um langa hríð verið vinsæl í skólum landsins. Í leikskólunum hafa barnaljóð hans átt fastan stað í litlum hjörtum og þegar nær dregur jólahátíð trónir hin sívinsæla bók hans Jólin koma efst á sölulistum bókabúða og efni hennar miðlað til nýrra kynslóða ár hvert, frá foreldri til barns.