Er sú spurning áleitin
Fleiri vísur hafa nú bæst við í „Lausavísnaþáttinn“ og koma úr mörgum áttum. Ólafur Guðbrandsson frá Kambsnesi í Dölum sendi mér þrjár vísur úr Dölunum. Ein er um móður hans, önnur um Einar afa minn á Hróðnýjarstöðum og þriðja um séra Ólaf á Kvennabrekku.