Entries by Vefstjóra

Á mótum dulhyggju og félagshyggju

Nú birtum við aðra greinina af þremur eftir Hjalta Hugason og nefnist hún: Á mótum dulhyggju og félagshyggju. Kristin stef í Sjödægru Jóhannesar úr Kötlum. Hjalti heldur áfram að greina Jóhannes og ljóð hans með augum guðfræðings eða eins og höfundur segir: „…verður leitast við að greina trúarleg stef eða vísanir í ljóðunum án þess að loka með öllu augum fyrir öðrum þáttum þeirra enda verður að skilja ljóð heildstæðum skilningi þar sem eitt sjónarhorn kallast á við annað.“

Hróðný 99 ára í dag

[dropcaps]E[/dropcaps]ftirlifandi eiginkona Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, er 99 ára í dag. Hróðný dvelur á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík og bar sig vel í dag þegar fjölskyldan heimsótti hana.
Hróðný fæddist þennan dag árið 1908 að Hróðnýjarstöðum í Laxárdalshreppi, Dalasýslu.

Jóhannes með augum guðfræðings

[dropcaps]Í[/dropcaps] maímánuði birtum við þrjár greinar eða greinasafn eftir Hjalta Hugason, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, um Jóhannes og ljóðagerð hans. Fyrsta greinin sem birtist heitir: Kristur og framtíðarlandið – Trúarleg minni í ljóðum Jóhannesar úr Kötlum 1926-1952 – og fjallar um: „…tvö trúarleg minni í kveðskap Jóhannesar úr Kötlum (1899-1972) á tímabilinu frá því fyrsta ljóðabók hans Bí, bí og blaka kom út 1926 þar til Sóleyjarkvæði birtist 1952.

Sóleyjarkvæði á Rás 1

Í dag kl 13.00 verður fluttur þátturinn ,,Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir“ á Rás 1. Þetta er þáttur um Sóleyjarkvæði eftir Pétur Pálsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og útgáfu þeirra á plötu. Umsjón hefur Ingibjörg Hjartardóttir.