Ljóðaúrval gefið út

Forlagið/Mál og Menning hefur gefið út nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum sem ber einfaldlega heitið Ljóðaúrval. Í þessu úrvali má finna ljóð úr öllum bókum Jóhannesar fyrir fullorðna, bæði frumsamin og þýdd, sem gefa breiða mynd af margslungnum ljóðheimi skáldsins.

Úr gullkistunni

Í þættinum Úr gullkistunni sem var á dagskrá þann 21. janúar síðastliðinn má heyra upptöku frá árinu 1959 þar sem Guðmundur Böðvarsson talar um Jóhannes úr Kötlum á afmælissamkomu í Gamla bíói og Jóhannes flytur tvö kvæði sín. Hér má heyra upptökuna.

Þrettán jólasveinar

Fyrir þessi jól koma að nýju út jólakort Erlu Sigurðardóttur með myndum við vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana en kortin hafa verið vinsæl í gegnum árin. Þau voru áður gefin út af Blindrafélaginu, en nú hefur fyrirtækið „Laxakort” ákveðið að gefa þau út.

Hróðný Einarsdóttir látin

Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, lést að morgni sunnudagsins 6. september síðastliðins, 101 árs að aldri. Hún dvaldi síðustu æviárin á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík.
Hróðný fæddist 12. maí árið 1908 að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, Dalasýslu. Hún kvæntist Jóhannesi þann 24. júní 1930 og eignuðust þau þrjú börn, Svan, Ingu Dóru og Þóru.

Njörður fjallar um Jóhannes

Í þættinum Ársól sem var á dagskrá Rásar eitt í morgun ræddi Njörður P. Njarðvík um Jóhannes úr Kötlum og las ljóð eftir hann. Hægt er að hlusta á þáttinn gegnum Vefvarp Ríkisútvarpsins næstu tvær vikur gegnum þennan tengil.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum5. október 2017
Friðrika Benónýsdóttir fékk góðfúslegt leyfi frá okkur til að skoða og velja ástarbréf frá Jóhannesi úr Kötlum til konu sinnar Hróðnýjar. Þau eru nú komin út meðal annarra ástarbréfa í bókinni Eldheit ástarbréf.
69 1    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum5. október 2017
Hjalti Hugason prófessor fjallar um Sóley sólufegri - Um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar sem kom út fyrr á þessu ári hjá Máli og menningu.
7    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum deildi innleggi frá Svanur Jóhannesson.1. október 2017
Var að koma frá því að skoða Kapellu Magnúsar Hannessonar í Hveragerði og kínverska garðinn hans og kínversku konunnar hans. Færði þeim eintak af Dagbók pabba úr Kínaförinni 1952.
22    Skoða á Facebook
25    Skoða á Facebook
6    Skoða á Facebook