Síðastliðinn miðvikudag var Silja Aðalsteinsdóttir, útgáfustjóri Máls og menningar, gestur Kiljunnar á RÚV. Silja ræddi við Egil Helgason um Ljóðaúrval, bók sem hún ritstýrði og ritar inngang að, en þessi útgáfa er að sögn Silju ætluð nýjum kynslóðum ljóðaunnenda sem aðeins hafa kynnst Jóhannesi að litlu leyti í gegnum sína skólagöngu.

Í þætti Torfa Geirmundssonar á Útvarpi Sögu þann 14. apríl síðastliðinn var rætt við Valdimar Tómasson vegna útkomu Ljóðaúrvals Jóhannesar úr Kötlum en Valdimar er manna fróðastur um ljóð og ljóðabækur á Íslandi og á eitt stærsta safn íslenskra ljóðabóka í einkaeigu hér á landi. Valdimar og Torfi fóru yfir þær bækur sem Jóhannes gaf […]

Forlagið/Mál og Menning hefur gefið út nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum sem ber einfaldlega heitið Ljóðaúrval. Í þessu úrvali má finna ljóð úr öllum bókum Jóhannesar fyrir fullorðna, bæði frumsamin og þýdd, sem gefa breiða mynd af margslungnum ljóðheimi skáldsins.

Í þættinum Úr gullkistunni sem var á dagskrá þann 21. janúar síðastliðinn má heyra upptöku frá árinu 1959 þar sem Guðmundur Böðvarsson talar um Jóhannes úr Kötlum á afmælissamkomu í Gamla bíói og Jóhannes flytur tvö kvæði sín. Hér má heyra upptökuna.

Fyrir þessi jól koma að nýju út jólakort Erlu Sigurðardóttur með myndum við vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana en kortin hafa verið vinsæl í gegnum árin. Þau voru áður gefin út af Blindrafélaginu, en nú hefur fyrirtækið „Laxakort” ákveðið að gefa þau út.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum

Ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. aldar á Íslandi yrði það nærri því óhjákvæmilega Jóhannes úr Kötlum. Hann lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum og um engan samtímamann hans í skáldahópi verður sagt með jafnmiklum sanni að hann hafi fundið til í stormum sinnar tíðar. Enginn fylgir heldur eins nákvæmlega þróun ljóðlistarinnar á öldinni. Hann hóf feril sinn sem nýrómantískt skáld á þriðja áratugnum, innblásinn af löngun til að efla hag landsins og ást þegnanna á því. Hann var líka einlægur trúmaður og þó að hann yrði síðar gagnrýninn á guð almáttugan hélt hann alla tíð vinskap sínum við Jesú Krist, eins og launkímni ljóðaflokkurinn Mannssonurinn (1966) er dæmi um. Á kreppuárum fjórða áratugarins var hann í broddi fylkingar róttækra skálda, knúinn áfram af löngun til að efla sjálfstraust alþýðunnar og örva hana til að berjast fyrir bættum kjörum.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum12. desember 2019
Stekkjarstaur kom fyrstur…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum9. ágúst 2019
Jóhannes skrifaði þrjár bækur á árabilinu 1949–1951 um flutninga Íslendinga til Nýja heimsins uppúr 1870 og fram yfir aldamótin 1900, mestmegnis til fylkja Kanada og Bandaríkjanna sem lágu við landamæri ríkjanna beggja vegna, í Bandaríkjunum voru það Minnesota, Norður- og Suður-Dakota og í Kanada voru það Manitoba og Alberta.

Bækurnar munu seint teljast sem mikilvæg bókmenntaverk í ferli Jóhannesar en þær gefa töluverða innsýn í þetta tímabil í sögu Íslendinga sem fáar aðrar bækur gefa auk þess sem ríkulegt málfar og orðaforði rithöfundar veita sagnfræðilegt gildi um ríkidæmi íslenskunnar á þeim tíma sem bækurnar eru ritaðar.

Bækurnar eru nú endurútgefnar í fyrsta skipti frá 1951 og nú í rafútgáfu (ebook) sem hægt er að hala niður endurgjaldslaust. (mobi + ePUB)

http://johannes.is/
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum24. desember 2018
Þrettándi var Kertasníkir…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum23. desember 2018
Ketkrókur, sá tólfti…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum22. desember 2018
Ellefti var Gáttaþefur…