Entries by Vefstjóra

Njörður fjallar um Jóhannes

Í þættinum Ársól sem var á dagskrá Rásar eitt í morgun ræddi Njörður P. Njarðvík um Jóhannes úr Kötlum og las ljóð eftir hann. Hægt er að hlusta á þáttinn gegnum Vefvarp Ríkisútvarpsins næstu tvær vikur gegnum þennan tengil.

Vísur Ingu Dóru og Ljóðið um Labbakút

Ljóðið um Labbakút og Vísur Ingu Dóru komu fyrst út árin 1946 og 1959 en vísnabálkarnir tveir eru löngu orðnir sígildir, rétt eins og svo margt sem Jóhannes úr Kötlum orti. Bækurnar hafa verið ófáanlegar lengi en nærri má geta að eintök af fyrri prentunum hafi gengið kynslóða á milli. Til að varðveita þessa menningu barna enn frekar endurútgefur Mál og menning nú bækurnar í sinni upprunalegu mynd.

Hróðný Einarsdóttir 100 ára í dag

Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, er 100 ára í dag. Hróðný dvelur á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík og heldur uppá daginn með fjölskyldu sinni. Hróðný fæddist þennan dag árið 1908 að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, Dalasýslu.

Fáeinir óreiðukenndir kaflar…

[dropcaps]Í[/dropcaps] gær birtist skemmtileg og áhugaverð grein um Jóhannes eftir ljóðskáldið Kristínu Svövu Tómasdóttur á vefnum hugsandi.is en vefurinn er: „…vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi og er framtak ungs fólks sem á margvíslegan hátt tengist fræða-, lista eða menningarstarfi.“