Vísur Ingu Dóru og Ljóðið um Labbakút
Ljóðið um Labbakút og Vísur Ingu Dóru komu fyrst út árin 1946 og 1959 en vísnabálkarnir tveir eru löngu orðnir sígildir, rétt eins og svo margt sem Jóhannes úr Kötlum orti. Bækurnar hafa verið ófáanlegar lengi en nærri má geta að eintök af fyrri prentunum hafi gengið kynslóða á milli. Til að varðveita þessa menningu barna enn frekar endurútgefur Mál og menning nú bækurnar í sinni upprunalegu mynd.