Entries by Vefstjóra

Afhjúpun á fyrsta stuðlinum

Afhjúpun á fyrsta stuðlinum um jólasveinana í Dölum 27. apríl 2025 Á dagskrá voru nokkur erindi, m.a. frá Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi og sérlegum áhugamanni um jólasveina. Einar Svansson, afabarn Jóhannesar úr Kötlum sagði lítillega frá afa sínum og jólasveinunum. Sönghópurinn Kvika flutti nokkur lög við ljóð Jóhannesar. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, gerði grein fyrir verkefninu, tilurð […]

Jólin koma á pólsku

Jólin koma hefur nú komið út í rúmlega 30 útgáfum síðan hún var fyrst gefin út 1932. Síðast var hún útgefin 2021 og var það talið 30. prentun. En við vitum að hún hefur komið út a.m.k. einu sinni oftar, því fyrir nokkrum árum fannst eintak í Hveragerði sem var merkt sem 3. útgáfa og […]

Jólakötturinn á ferli í skammdeginu

Jólakötturinn verður á ferli um miðborgina næstu vikur en síðastliðinn laugardag kveikti forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, á nýrri jólaskreytingu á Lækjartorgi sem er sjálfur Jólakötturinn. Hann er engin smásmíði, um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og er lýstur upp með 6.500 LED-ljósum. Við athöfnina söng barnakórinn Graduale Futuri nokkur jólalög […]

Sóley sólufegri

Í byrjun sumars, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní, var haldið upp á 80 ára afmæli Bókmenntafélagsins Máls og menningar í menningarhúsinu Hörpu. Af þessu tilefni gaf félagið út bókina Sóley sólufegri, sem fjallar um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar.