[dropcaps]Þ[/dropcaps]riðja og síðasta greinin eftir Hjalta Hugason sem við birtum ber nafnið Hátíð fer að höndum ein og hefst þannig: „Í skáldskap Jóhannesar úr Kötlum (1899-1972) tvinnuðust saman tveir þættir sem í hugum margra eru andstæðir: Róttæk vinstristefna og kristin trúarhugsun.

Nú birtum við aðra greinina af þremur eftir Hjalta Hugason og nefnist hún: Á mótum dulhyggju og félagshyggju. Kristin stef í Sjödægru Jóhannesar úr Kötlum. Hjalti heldur áfram að greina Jóhannes og ljóð hans með augum guðfræðings eða eins og höfundur segir: „…verður leitast við að greina trúarleg stef eða vísanir í ljóðunum án þess að loka með öllu augum fyrir öðrum þáttum þeirra enda verður að skilja ljóð heildstæðum skilningi þar sem eitt sjónarhorn kallast á við annað.”

[dropcaps]E[/dropcaps]ftirlifandi eiginkona Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, er 99 ára í dag. Hróðný dvelur á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík og bar sig vel í dag þegar fjölskyldan heimsótti hana.
Hróðný fæddist þennan dag árið 1908 að Hróðnýjarstöðum í Laxárdalshreppi, Dalasýslu.

[dropcaps]Í[/dropcaps] maímánuði birtum við þrjár greinar eða greinasafn eftir Hjalta Hugason, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, um Jóhannes og ljóðagerð hans. Fyrsta greinin sem birtist heitir: Kristur og framtíðarlandið – Trúarleg minni í ljóðum Jóhannesar úr Kötlum 1926-1952 – og fjallar um: „…tvö trúarleg minni í kveðskap Jóhannesar úr Kötlum (1899-1972) á tímabilinu frá því fyrsta ljóðabók hans Bí, bí og blaka kom út 1926 þar til Sóleyjarkvæði birtist 1952.

Í dag kl 13.00 verður fluttur þátturinn ,,Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir” á Rás 1. Þetta er þáttur um Sóleyjarkvæði eftir Pétur Pálsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og útgáfu þeirra á plötu. Umsjón hefur Ingibjörg Hjartardóttir.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum

Ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. aldar á Íslandi yrði það nærri því óhjákvæmilega Jóhannes úr Kötlum. Hann lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum og um engan samtímamann hans í skáldahópi verður sagt með jafnmiklum sanni að hann hafi fundið til í stormum sinnar tíðar. Enginn fylgir heldur eins nákvæmlega þróun ljóðlistarinnar á öldinni. Hann hóf feril sinn sem nýrómantískt skáld á þriðja áratugnum, innblásinn af löngun til að efla hag landsins og ást þegnanna á því. Hann var líka einlægur trúmaður og þó að hann yrði síðar gagnrýninn á guð almáttugan hélt hann alla tíð vinskap sínum við Jesú Krist, eins og launkímni ljóðaflokkurinn Mannssonurinn (1966) er dæmi um. Á kreppuárum fjórða áratugarins var hann í broddi fylkingar róttækra skálda, knúinn áfram af löngun til að efla sjálfstraust alþýðunnar og örva hana til að berjast fyrir bættum kjörum.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum24. desember 2018
Þrettándi var Kertasníkir…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum23. desember 2018
Ketkrókur, sá tólfti…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum22. desember 2018
Ellefti var Gáttaþefur…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum21. desember 2018
Tíundi var Gluggagægir…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum20. desember 2018
Iceland Naturally Releases “Christmas is Coming” Video About Iceland’s Christmas Yule Lads
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
The Story of Iceland’s 13 Yule Lads
Iceland’s Christmas Yule Lads are a staple in the country’s rich historic folklore. It’s believed that during each of the 13 nights leading up to Christmas, ...
youtube.com