Vísur Ingu Dóru og Ljóðið um Labbakút

Ljóðið um Labbakút og Vísur Ingu Dóru komu fyrst út árin 1946 og 1959 en vísnabálkarnir tveir eru löngu orðnir sígildir, rétt eins og svo margt sem Jóhannes úr Kötlum orti. Bækurnar hafa verið ófáanlegar lengi en nærri má geta að eintök af fyrri prentunum hafi gengið kynslóða á milli. Til að varðveita þessa menningu barna enn frekar endurútgefur Mál og menning nú bækurnar í sinni upprunalegu mynd.

Hróðný Einarsdóttir 100 ára í dag

Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, er 100 ára í dag. Hróðný dvelur á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík og heldur uppá daginn með fjölskyldu sinni. Hróðný fæddist þennan dag árið 1908 að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, Dalasýslu.

Fáeinir óreiðukenndir kaflar…

[dropcaps]Í[/dropcaps] gær birtist skemmtileg og áhugaverð grein um Jóhannes eftir ljóðskáldið Kristínu Svövu Tómasdóttur á vefnum hugsandi.is en vefurinn er: „…vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi og er framtak ungs fólks sem á margvíslegan hátt tengist fræða-, lista eða menningarstarfi.”

Um íslensku kúna

Jóhannes úr Kötlum talar um kúna í þættinum Dýraríkið, 9. október 1960. Í Gullkistunni á Rás 1 í dag var flutt gömul segulbandsupptaka úr safni Ríkisútvarpsins en þar fjallar Jóhannes um íslensku kúna og margt sem henni tengist frá fyrri tíð og fram á okkar daga sem forvitnilegt er að hlusta á.

Stefjahrun, gagaraljóð, dverghenda og stúfhenda

Nokkrar vísur hafa bæst við í lausavísnaþáttinn: Má þar nefna runhendu sem Jóhannes flutti Símuni av Skarði í Þrastalundi 1929. – Bragarhættirnir stefjahrun, gagaraljóð, dverghenda og stúfhenda, sem eru á netinu í Bragfræði Jóns Ingvars Jónssonar.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum

Ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. aldar á Íslandi yrði það nærri því óhjákvæmilega Jóhannes úr Kötlum. Hann lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum og um engan samtímamann hans í skáldahópi verður sagt með jafnmiklum sanni að hann hafi fundið til í stormum sinnar tíðar. Enginn fylgir heldur eins nákvæmlega þróun ljóðlistarinnar á öldinni. Hann hóf feril sinn sem nýrómantískt skáld á þriðja áratugnum, innblásinn af löngun til að efla hag landsins og ást þegnanna á því. Hann var líka einlægur trúmaður og þó að hann yrði síðar gagnrýninn á guð almáttugan hélt hann alla tíð vinskap sínum við Jesú Krist, eins og launkímni ljóðaflokkurinn Mannssonurinn (1966) er dæmi um. Á kreppuárum fjórða áratugarins var hann í broddi fylkingar róttækra skálda, knúinn áfram af löngun til að efla sjálfstraust alþýðunnar og örva hana til að berjast fyrir bættum kjörum.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum29. september 2018
Hér kemur mynd af þeim heiðurshjónum:
Jónasi Jóhannessyni bónda í Ljárskógarseli og Halldóru Guðbrandsdóttur konu hans, en þau áttu sama afmælisdag 29. september. Hann var fæddur 1866 en hún 1859.

Sigurður Nordal sagði, að þetta kvæði Jóhannesar um föður sinn væri eitt af hans bestu ljóðum, enda birti hann það í Íslenskri lestrarbók sem hann gaf út og kennd var í öllum helstu barnaskólum hér áður fyrr. - Jónas frá Hriflu var hins vegar á öðru máli og taldi að Jóhannes væri að vanvirða pabba sinn á allan hátt.

Hann pabbi er skrítinn og sköllóttur karl,
sem á skinnhúfu og tekur í nefið.
Og bleksterkt kaffi og brennivín
er það besta, sem honum er gefið.

Hann þvær sér ekki oft - og aldrei vel,
og er líka sjaldan á fundum.
Það er eins og hann geti ekki að því gert,
hvað óhreint hans skegg er stundum.

Hann snnýtti sér síðast á gólfið í gær,
- það var góður og hentugur staður, -
og hnerraði og bað guð að hjálpa sér,
eins og hákristinn dánumaður.

- - - - -

Brot úr kvæðinu „Karl faðir minn“ sem kom fyrst út í bókinni „Ég læt sem ég sofi“, árið 1932.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum9. september 2018
Bók vikunnar er Salamöndrustríðið eftir tékkneska höfundinn Karel Čapek, verk sem er mörgum eftirminnilegt, enda bæði hrollvekjandi og fyndið. Hér má heyra Guðrúnu Hannesdóttur lýsa verkinu fyrir Víðsjá. Gestir þáttarins á sunnudag eru Anna Ólafsdóttir Björnsson og Stefán Pálsson, en bókin hafði mótandi áhrif á þau bæði.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum12. júlí 2018
Vísa eftir Jóhannes sem Heiðdís Gunnarsdóttir á Selfossi kom með á fasbókina hjá Rögnu, 28. júní 2018 og sagði að svipaði til vísunnar um Ester (Yndisleg er Ester).

Að þjóðbjörg sé af Þjóðbjörgu
þarf nú ekki að vera.
En lofvísu um Lovísu
langar mig að gera.

Vísan er um tvær konur sem áttu heima í Hveragerði á árunum þegar Jóhannes bjó þar. (1940-1959).

Úr Íslendingabók:
Guðrún Þjóðbjörg Jóhannsdóttir 7. nóvember 1912 - 5. nóvember 1989. Húsfreyja í Hveragerði. Var í Sogni, Kotstrandarsókn, Árn. 1930.

Louisa Magnea Ólafsdóttir 12. desember 1891- 28.janúar 1989. Var í Arnarbæli. Kotstrandarsókn, Árn. 1930. Organisti í Kotstrandarsókn í Ölfusi og síðar í Hveragerðissókn. Síðast bús. í Hveragerðisbæ.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum3. maí 2018
Ég fékk þennan póst sendan í morgun, frá vini mínum Þorsteini Jakobssyni bókelskara. Hann hafði fundið þetta á netinu hjá einhverri fornbókasölu í Kanada.
Þetta kom fyrst út í tímariti Ungmennafélaganna Skinfaxa og var síðan sérprentað 1936 og er ekki nema 15 bls.

Erindið endar svona:

Og svo er á sérhverju vori,
er sumarið kemur til lands,
sem leynst hafi lífsmark í spori
þess liðna og steingleymda manns,
– sem vonin hans liggi í landi,
í laufskrúðans dásemd hans andi,
í gróðrinum hugurinn hans.

Ef nútímakynslóð Ïslands varðar ekkert um þann streng, er þannig ómar, ef hana varðar ekkert um þá lotningu fyrir vegsemd mannlegleikans, þá ást á frelsi, sannleika og réttlæti, þá fyrirlitningu á á ranglæti, hræsni og kúgun, sem allt lífsverk Stephans G. Stephanssonar er svo gagnsýrt af, ja – um hvað varðar hana þá?
Og ef hana varðar ekkert um fordæmi þess persónuleika, er þrisvar nemur og brýtur land í fjarlægri heimsálfu, býr alla æfi við hin örðugu kjör vinnustéttarinnar og afkastar þó fyrir heimaþjóðina hlutverki stórskálds í tómstundum sínum, – ef nútímakynslóð Íslands varðar ekkert um þetta, hvenær nemur hún þá sjálf sína „nóttlausu voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“?

Hvað varðar okkur um Stephan G.? : Erindi [What Do We Care About Stephan G : A Lecture], by Jóhannes úr Kötlum

Jóhannes úr Kötlum 1899-1972
Used

Quantity Available: 1

From: Jim Anderson Books (Winnipeg, MB, Canada)

Seller Rating: 4-star rating
Price: US$ 245.00
Convert Currency
Shipping: US$ 10.50
From Canada to U.S.A.

Destination, Rates & Speeds

About this Item: PUBLISHER: Reykjavík : Felagsprensmidjan, 1936. DESCRIPTION: 15 pages; mynd ; 21 cm. Gen. note Sérpr. úr Skinfaxa. Personal Subject: Per.Sub. Stephan G. Stephansson 1853-1927 . The author of this book is a major Icelandic author. The subject of the book, Stephan G. Stephansson, is considered Canada's greatest Icelandic-canadian poet, and (though he spent his adult life in Canada (and to a lesser degree the U S), one of Iceland's finest poets. The author was a major Icelandic poet of the modernist school, who in the 1930s in particular was strongly socialist in sentiment and anti-Nazi. In this booklet, he writes favourably about the left-wing political message of Stephansson's poetry. About Fine in half leather and brown paper-over-boards (hardcover). At time of cataloguing, only two listing for this item on Gegnir; not at Cornell; not at British Library; not at Library of Congress; not on AMICUS; not in Peel (3rd Ed.). Rare indeed - a critique of the works of a major Canadian poet, in remarkably nice condition. Seller Inventory # 29918
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum1. maí 2018
Ekki hafði ég hugmynd um það að pabbi hefði ort þennan skólasöng fyrir barnaskólann í Hveragerði, fyrr en ég sá hann á heimasíðu Grunnskólans í Hveragerði núna í dag, 1.mai 2018. Það hefði verið gaman að vita hvaða lag er sungið við sönginn, en ég sé að bragarhátturinn er þannig að hann hefur ábyggilega samið hann við sérstakt lag eins og hann gerði svo oft.

Ég gekk í þennan skóla 1940-1943, en þá tók ég fullnaðarpróf og fermdist hjá séra Helga Sveinssyni að Kotströnd um vorið. Síðan var rekin í þessu húsi unglingaskóli um veturinn eftir áramótin 1944 og ég var í honum. Þar kenndi séra Helgi og Sigvaldi Hjálmarsson, Herbert Jónsson o.fl.

SKÓLASÖNGUR GRUNNSKÓLANS Í HVERAGERÐI

Blessun hvíli ár og öld

yfir þessum skóla.

Ljúflingsaugu, ljósafjöld

ljómi þar um vetrarkvöld,

andi ástúð jóla.

Blessað, blessað,

blessað líf

blómstri í þessum skóla.

Höf. Jóhannes úr Kötlum.