Margs konar geðþekk vitleysa

„Þegar ég var barn að aldri, var hann til þess fenginn að troða inn í mig einhvers konar undirstöðuatriðum menntunarinnar. Þetta gekk ekki mjög vel og varð okkur báðum til sárra leiðinda. En þá voru að öðru leyti skemmtilegir tímar í Dölum vestur og skemmtilegt fólk, sem lifði lífi sínu í löngum, söngrænum draumi, slungnum ástsjúkri dulúð, yndislegu framhjáhaldi og margs konar geðþekkri vitleysu.“

Ljóðaúrval á metsölulistum

Bókin Ljóðaúrval, nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum, sem gefin var út af Forlaginu/Mál og menningu, hefur selst vel undanfarnar vikur. Bókin er nú í þriðja sæti á lista yfir mest seldu bækur Forlagsins og á metsölulista Eymundsson hefur hún hertekið sjötta sætið.

Jóhannesarvaka

Hátíðardagskrá verður haldin sunnudaginn 9. maí til heiðurs Jóhannesi úr Kötlum í tilefni af útkomu nýrrar bókar með úrvali ljóða hans. Dagskráin fer fram í Bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu og er öllum opin.

Ljóðaúrval í Kiljunni

Síðastliðinn miðvikudag var Silja Aðalsteinsdóttir, útgáfustjóri Máls og menningar, gestur Kiljunnar á RÚV. Silja ræddi við Egil Helgason um Ljóðaúrval, bók sem hún ritstýrði og ritar inngang að, en þessi útgáfa er að sögn Silju ætluð nýjum kynslóðum ljóðaunnenda sem aðeins hafa kynnst Jóhannesi að litlu leyti í gegnum sína skólagöngu.

Torfi og Valdimar

Í þætti Torfa Geirmundssonar á Útvarpi Sögu þann 14. apríl síðastliðinn var rætt við Valdimar Tómasson vegna útkomu Ljóðaúrvals Jóhannesar úr Kötlum en Valdimar er manna fróðastur um ljóð og ljóðabækur á Íslandi og á eitt stærsta safn íslenskra ljóðabóka í einkaeigu hér á landi. Valdimar og Torfi fóru yfir þær bækur sem Jóhannes gaf […]

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

16    Skoða á Facebook
1    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum5. október 2017
Friðrika Benónýsdóttir fékk góðfúslegt leyfi frá okkur til að skoða og velja ástarbréf frá Jóhannesi úr Kötlum til konu sinnar Hróðnýjar. Þau eru nú komin út meðal annarra ástarbréfa í bókinni Eldheit ástarbréf.
70 1    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum5. október 2017
Hjalti Hugason prófessor fjallar um Sóley sólufegri - Um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar sem kom út fyrr á þessu ári hjá Máli og menningu.
7    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum deildi innleggi frá Svanur Jóhannesson.1. október 2017
Var að koma frá því að skoða Kapellu Magnúsar Hannessonar í Hveragerði og kínverska garðinn hans og kínversku konunnar hans. Færði þeim eintak af Dagbók pabba úr Kínaförinni 1952.
22    Skoða á Facebook