Haustið 1952 eða nánar tiltekið 28. september fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum fóru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.

„Þegar ég var barn að aldri, var hann til þess fenginn að troða inn í mig einhvers konar undirstöðuatriðum menntunarinnar. Þetta gekk ekki mjög vel og varð okkur báðum til sárra leiðinda. En þá voru að öðru leyti skemmtilegir tímar í Dölum vestur og skemmtilegt fólk, sem lifði lífi sínu í löngum, söngrænum draumi, slungnum ástsjúkri dulúð, yndislegu framhjáhaldi og margs konar geðþekkri vitleysu.“

Mörgum er kunnugt um að Jóhannes úr Kötlum kenndi Steini á unga aldri vestur í Dölum, en Jóhannes var þá farkennari og ferðaðist á milli bæja í sveitum Dalasýslu og í Breiðafjarðareyjum. Síðar lágu leiðir þeirra saman í höfuðborginni og vinskapur þeirra entist öll þau ár sem Steinn átti ólifuð. Var hann í mörg ár […]

Bókin Ljóðaúrval, nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum, sem gefin var út af Forlaginu/Mál og menningu, hefur selst vel undanfarnar vikur. Bókin er nú í þriðja sæti á lista yfir mest seldu bækur Forlagsins og á metsölulista Eymundsson hefur hún hertekið sjötta sætið.

Hátíðardagskrá verður haldin sunnudaginn 9. maí til heiðurs Jóhannesi úr Kötlum í tilefni af útkomu nýrrar bókar með úrvali ljóða hans. Dagskráin fer fram í Bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu og er öllum opin.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum

Ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. aldar á Íslandi yrði það nærri því óhjákvæmilega Jóhannes úr Kötlum. Hann lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum og um engan samtímamann hans í skáldahópi verður sagt með jafnmiklum sanni að hann hafi fundið til í stormum sinnar tíðar. Enginn fylgir heldur eins nákvæmlega þróun ljóðlistarinnar á öldinni. Hann hóf feril sinn sem nýrómantískt skáld á þriðja áratugnum, innblásinn af löngun til að efla hag landsins og ást þegnanna á því. Hann var líka einlægur trúmaður og þó að hann yrði síðar gagnrýninn á guð almáttugan hélt hann alla tíð vinskap sínum við Jesú Krist, eins og launkímni ljóðaflokkurinn Mannssonurinn (1966) er dæmi um. Á kreppuárum fjórða áratugarins var hann í broddi fylkingar róttækra skálda, knúinn áfram af löngun til að efla sjálfstraust alþýðunnar og örva hana til að berjast fyrir bættum kjörum.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum12. desember 2019
Stekkjarstaur kom fyrstur…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum9. ágúst 2019
Jóhannes skrifaði þrjár bækur á árabilinu 1949–1951 um flutninga Íslendinga til Nýja heimsins uppúr 1870 og fram yfir aldamótin 1900, mestmegnis til fylkja Kanada og Bandaríkjanna sem lágu við landamæri ríkjanna beggja vegna, í Bandaríkjunum voru það Minnesota, Norður- og Suður-Dakota og í Kanada voru það Manitoba og Alberta.

Bækurnar munu seint teljast sem mikilvæg bókmenntaverk í ferli Jóhannesar en þær gefa töluverða innsýn í þetta tímabil í sögu Íslendinga sem fáar aðrar bækur gefa auk þess sem ríkulegt málfar og orðaforði rithöfundar veita sagnfræðilegt gildi um ríkidæmi íslenskunnar á þeim tíma sem bækurnar eru ritaðar.

Bækurnar eru nú endurútgefnar í fyrsta skipti frá 1951 og nú í rafútgáfu (ebook) sem hægt er að hala niður endurgjaldslaust. (mobi + ePUB)

http://johannes.is/
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum24. desember 2018
Þrettándi var Kertasníkir…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum23. desember 2018
Ketkrókur, sá tólfti…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum22. desember 2018
Ellefti var Gáttaþefur…