Ljóðin og
tónlistin
Tónskáld og tónlistarmenn sem hafa samið eða flutt lög við ljóð Jóhannesar
Kliðmjúk ljóð við kliðmjúk lög
Ljóð Jóhannesar í bundnu máli virðast falla einstaklega vel að tónlistarsköpun og því ekki að undra hvað mörg tónskáld og tónlistarmenn hafa leitað í smiðju Jóhannesar í gegnum tíðina.
Kliðmjúk væri kannski rétta orðið til að lýsa samruna ljóða hans við tónlist, því það er á stundum eins og þau séu ort til að við þau sé samið lag.
Ljóð Jóhannesar eru auk þess á margan hátt samofin tónlistarsögu okkar Íslendinga. Um jólahátíðina má heyra Bráðum koma blessuð jólin, vísurnar um Jólasveinana eða Jólaköttinn. Og Íslendingaljóðið — Land míns föður, við lag Þórarins Guðmundssonar, hljómar í ýmsum útsetningum við ýmis tækifæri, ár eftir ár.
Páll Svansson tók saman
Páll er sonarsonur Jóhannesar og hefur starfað síðustu tvo áratugi við fjölmiðla, mestmegnis við hönnun og uppsetningu en einnig sem blaðamaður og gagnrýnandi.
Ljóð Jóhannesar í flutningi ýmissa tónlistarmanna og hljómsveita
Vicky
Hátíð fer að höndum ein
Lag: Íslenskt þjóðlag. Útsetning: Vicky. Gefið út á stafrænu fyrir X977 (2010)
Svavar Knútur og fleiri
Hátíð fer að höndum ein
Lag: Íslenskt þjóðlag. Sælustund í skammdeginu, tónleikar í Fella- og Hólakirkju (2008)
Berglind Nanna Ólínudóttir
Heimþrá
Lag: Pálmi Sigurhjartarson. Úr leikritinu Íslenska þjóðarsálin. Samnefndur hljómdiskur (2006)
Ragnar Bjarnason
Dimmbláa nótt — Næturljóð
Höfundur lags: Ókunnur. Hljómsveit Svavars Gests. Hljóðritað í Ríkisútvarpinu (1961)
Kórar, kammerkórar, tríó og kvartettar
The Aglaia Trio
Hátíð fer að höndum ein
Lag: Íslenskt þjóðlag. Útsetning: Francisco Javier Jáuregui. Söngur: Guðrún Ólafsdóttir. Fiðla: Elena Jáuregui. Gítar: Francisco Javier Jáuregui (2016)
Nýi kvartettinn
Í seinna lagi
Lag: Bergþóra Árnadóttir. Minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur í Salnum (2010)
Kammerkór Hafnarfjarðar
Vikivaki — Vorið kemur
Lag: Valgeir Guðjónsson. Útsetning: Gunnar Gunnarsson. Tekið upp á tónleikum kórsins 29. maí (2011)
Graduale Nobili
Hátíð fer að höndum ein
Lag: Íslenskt þjóðlag. Einsöngvari: Kristín Sveinsdóttir. Jólatónleikar í Langholtskirkju (2009)
Ýmsar plötur og diskar við ljóð Jóhannesar
Fjölmörg tónskáld og tónlistarmenn hafa samið og útsett lög og tónverk við ljóð Jóhannesar í gegnum tíðina. Má þar nefna Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns, Jón Ásgeirsson, Sigursvein D. Kristinsson, Oliver Kentish, Karl O. Runólfsson, Pál P. Pálsson og Hjálmar H. Ragnarsson.
Ýmsir flytja
Sóleyjarkvæði
Tónlist: Pétur Pálsson. Útgefandi: Æskulýðsfylking ungra sósíalista. LP (1967)
Ýmsir flytja
Sóleyjarkvæði
Tónlist: Pétur Pálsson. Útgefandi: Fylkingin – baráttusamtök sósíalista. LP (1973)
Ýmsir flytja
Sóleyjarkvæði
Tónlist: Pétur Pálsson. Endurbætt hljóðblöndun fyrir stafræna útgáfu: Sigurður Rúnar Jónsson. Útgefandi: Samtök herstöðvaandstæðinga. CD (2001)
Halldór Kristinsson
Lamb í grænu túni
Lamb í grænu túni er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG – hljómplötum árið 1973. Á henni flytur Halldór Kristinsson eigin lög við ljóð Jóhannesar úr Kötlum.
Ýmsir flytja
Jólasveinar ganga um gátt
Jólasveinar ganga um gátt – úr leikriti. Flytjendur: Ýmsir. Útgefandi: Mál og menning (1999)
Ýmsir flytja
Leitin að jólunum
Leitin að jólunum – úr leikriti. Flytjendur: Ýmsir. Tónlist: Árni Egilsson. Útgefandi: Músik / Þjóðleikhúsið (2006)
Kór Barnaskóla Akureyrar
Árstíðirnar
Söngleikur eftir Jóhannes úr Kötlum. Tónlist: Birgir Helgason. Útgefandi: Tónaútgáfan (1974)
Háskólakórinn
Sóleyjarkvæði
Tónlist: Pétur Pálsson. Útsetning og kórstjórn: Árni Harðarson. Útgefandi: Mál og menning (1985)
Jóhannes úr Kötlum
Stjörnufákur
Jóhannes úr Kötlum – Stjörnufákur: Jóhannes úr Kötlum les eigin ljóð. Útgefandi: Strengleikar (1979)
Valgeir
Guðjónsson
Þrjár plötur við ljóð Jóhannesar og atkvæðamesti tónlistarmaðurinn hingað til
Plötur Valgeirs við ljóð Jóhannesar
Valgeir Guðjónsson
Fugl dagsins
Tónlist: Valgeir Guðjónsson. Flytjendur: Ýmsir. Útgefandi: Penninn og Valgeir Guðjónsson / FD Edda miðlun og útgáfa. LP og CD (1985 og 2002)
Valgeir Guðjónsson
Fuglar tímans
Tónlist: Valgeir Guðjónsson. Söngur: Diddú (Sigrún Hjálmtýsdóttir). Útgefandi: Skífan (2003) Sena (2015)