Sóleyjarkvæði á Rás 1

Í dag kl 13.00 verður fluttur þátturinn ,,Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir” á Rás 1. Þetta er þáttur um Sóleyjarkvæði eftir Pétur Pálsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og útgáfu þeirra á plötu. Umsjón hefur Ingibjörg Hjartardóttir. (Frá 1997)
Hægt er að hlusta á þáttinn hér gegnum vefvarp RÚV næstu tvær vikurnar.