[dropcaps]Í[/dropcaps] gær birtist skemmtileg og áhugaverð grein um Jóhannes eftir ljóðskáldið Kristínu Svövu Tómasdóttur á vefnum hugsandi.is en vefurinn er: „…vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi og er framtak ungs fólks sem á margvíslegan hátt tengist fræða-, lista eða menningarstarfi.“
Jóhannes úr Kötlum talar um kúna í þættinum Dýraríkið, 9. október 1960. Í Gullkistunni á Rás 1 í dag var flutt gömul segulbandsupptaka úr safni Ríkisútvarpsins en þar fjallar Jóhannes um íslensku kúna og margt sem henni tengist frá fyrri tíð og fram á okkar daga sem forvitnilegt er að hlusta á.
Nokkrar vísur hafa bæst við í lausavísnaþáttinn: Má þar nefna runhendu sem Jóhannes flutti Símuni av Skarði í Þrastalundi 1929. – Bragarhættirnir stefjahrun, gagaraljóð, dverghenda og stúfhenda, sem eru á netinu í Bragfræði Jóns Ingvars Jónssonar.
Sunnudaginn 28. október síðastliðinn var áhugaverður þáttur á Rás 1 sem bar nafnið Ársól, lög og ljóð. Njörður P. Njarðvík ræðir m.a. stuttlega um Jóhannes og les ljóð eftir hann. Hægt er að hlusta á þáttinn gegnum Vefvarp Ríkisútvarpsins.
Nú byrjar nýr þáttur í Skáldasetri Jóhannesar úr Kötlum en það eru minningarljóð hans sem hann fékkst við mest alla ævina. Meiningin er að safna þeim hér saman á einn stað. Það hefur komið í ljós að þau eru víða til, bæði í bókum hans, tímaritum og blöðum.
Skáldasetur á Facebook
Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.
[fts_facebook type=page id=110810978940652 access_token=EAAP9hArvboQBAC2KL0DXFb471ao1eAygvvDyyJBl4KZBj1Iw4ZCNnviHRZAiCTf0AlbsBKaAURdvsdliIUB0Dsrouf9XqwsPp1RCS8IPPjwVIfoZCwftgzzvWfB2LagoX1rFhgiaXAg3crZAWThzduC4uzJ9ewqxBKbXaJCXExls5GJRsHm8BdPcUKuufgzZCPb5mUD0rqggZDZD posts=6 description=yes posts_displayed=page_only images_align=left]