Ljóðaúrval á metsölulistum

Bókin Ljóðaúrval, nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum, sem gefin var út af Forlaginu/Mál og menningu, hefur selst vel undanfarnar vikur. Bókin er nú í þriðja sæti á lista yfir mest seldu bækur Forlagsins og  á metsölulista Eymundsson hefur hún hertekið sjötta sætið. Þetta verður að teljast góður árangur fyrir ljóðabók og vonandi merki um aukinn áhuga yngri kynslóða á Jóhannesi.