Enn bætast við fleiri vísur

Það má með sanni segja að ferskeytlan lifir enn góðu lífi á Fróni. Í lausavísnaþættinum birtast nú vísur sem endur fyrir löngu urðu til í kaffistofu Máls og menningar að Laugavegi 18 og hafa geymst í minni Önnu Einarsdóttur fv. verslunarstjóra í Bókabúð Máls og menningar. Birtast þær í framhaldi af vísunni um Ester undir titlinum: Vísur úr Máli og menningu.

Þá kemur vísa um Línu á Reykjum „Hér sit ég hjá sólinni rjóðu“ undir titlinum: Vísur úr Hveragerði, sem við fengum hjá Þórði Snæbjörnssyni í Hveragerði.