Ljóðaúrval gefið út
Forlagið/Mál og Menning hefur gefið út nýtt safn ljóða Jóhannesar úr Kötlum sem ber einfaldlega heitið Ljóðaúrval. Í þessu úrvali má finna ljóð úr öllum bókum Jóhannesar fyrir fullorðna, bæði frumsamin og þýdd, sem gefa breiða mynd af margslungnum ljóðheimi skáldsins.