Dagbók og ljóð Jóhannesar úr Kötlum
Komin er út Dagbók Jóhannesar úr Kötlum úr vináttuheimsókn til Kína árið 1952, en þá um haustið fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða árið 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum í för voru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.