Jólakötturinn verður á ferli um miðborgina næstu vikur en síðastliðinn laugardag kveikti forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, á nýrri jólaskreytingu á Lækjartorgi sem er sjálfur Jólakötturinn. Hann er engin smásmíði, um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og er lýstur upp með 6.500 LED-ljósum.
Við athöfnina söng barnakórinn Graduale Futuri nokkur jólalög og hjónin Grýla og Leppalúði voru á staðnum og veittu viðtöl ásamt jólakettinum.
Í byrjun sumars, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní, var haldið upp á 80 ára afmæli Bókmenntafélagsins Máls og menningar í menningarhúsinu Hörpu. Af þessu tilefni gaf félagið út bókina Sóley sólufegri, sem fjallar um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar.
Í bókinni er ljóðið birt með ítarlegum skýringum Árna Björnssonar. Þórður Helgason fjallar um mál og stíl ljóðsins og Gunnar Guttormsson skrifar um tónsmiðinn Pétur Pálsson og rekur sögu ljóðsins í flutningi og á hljómplötum.
Þetta er fallega út gefin bók, falleg hönnun á bandi og umbroti og allri gerð. Bókinni fylgir diskur með Sóleyjarkvæði í upprunalegum flutningi hóps hernámsandstæðinga en sú upptaka hefur aldrei komið út áður.
Jólakötturinn verður á ferli um miðborgina næstu vikur en síðastliðinn laugardag kveikti forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, á nýrri jólaskreytingu á Lækjartorgi sem er sjálfur Jólakötturinn. Hann er engin smásmíði, um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og er lýstur upp með 6.500 LED-ljósum. Við athöfnina söng barnakórinn Graduale Futuri nokkur jólalög […]
Í byrjun sumars, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní, var haldið upp á 80 ára afmæli Bókmenntafélagsins Máls og menningar í menningarhúsinu Hörpu. Af þessu tilefni gaf félagið út bókina Sóley sólufegri, sem fjallar um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar.
Komin er út Dagbók Jóhannesar úr Kötlum úr vináttuheimsókn til Kína árið 1952, en þá um haustið fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða árið 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum í för voru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.
Þessi unga pakistanska stúlka að nafni Kanisha Riaz fékk óvænta gjöf frá Íslandi fyrir jólin, en hjónin Svanur Jóhannesson, sonur Jóhannesar úr Kötlum, og Ragnheiður Ragnarsdóttir kona hans, styðja þessa stúlku í gegnum ABC-barnahjálp. Kanisha fékk jólakort með mynd af Þvörusleiki og Jólin koma.
Jólasýning Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns var opnuð nú í byrjun desember en tilefni sýningarinnar er 80 ára útgáfuafmæli kvæðakversins Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum.
Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.Skáldasetur á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Komin er út Dagbók Jóhannesar úr Kötlum úr vináttuheimsókn til Kína árið 1952, en þá um haustið fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða árið 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum í för voru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.