„Þegar ég var barn að aldri, var hann til þess fenginn að troða inn í mig einhvers konar undirstöðuatriðum menntunarinnar. Þetta gekk ekki mjög vel og varð okkur báðum til sárra leiðinda. En þá voru að öðru leyti skemmtilegir tímar í Dölum vestur og skemmtilegt fólk, sem lifði lífi sínu í löngum, söngrænum draumi, slungnum ástsjúkri dulúð, yndislegu framhjáhaldi og margs konar geðþekkri vitleysu.“
Þannig kemst Steinn Steinarr að orði í afmælisgrein í Þjóðviljanum í tilefni af fimmtugsafmæli læriföður síns. Afmælisgrein Steins og minningarorð Jóhannesar um Stein árið 1958 má lesa hér: Jóhannes og Steinn Steinarr.