Sangen om den røde rubin

Í þættinum Úlfaldar og mýflugur á Rás eitt í gærmorgun mátti heyra fjallað um… „bók sem olli umtalsverðu fjaðrafoki í íslensku menningarlífi og varð tilefni mikilla blaðaskrifa árið 1957. Lögregluembættið hafði afskipti af henni og andans menn fordæmdu hana. Sumir töldu bókina upploginn þvætting og argasta klám en aðrir vegsömuðu hana fyrir löngu tímabæra hreinskilni í hvatalífs-lýsingum. Öll þessi umræða er ekki síst merkileg í ljósi þess að umrædd bók kom aldrei út á íslensku. Í þessum þætti verður því rætt um bók sem var í raun aldrei til nema í umræðunni. Hér er átt við íslenska þýðingu Jóhannesar úr Kötlum á skáldsögunni Sangen om den röde rubin, eftir Agnar Mykle, sem átti að fá nafnið: Söngurinn um roðasteininn á íslensku. Hér verður rakin saga þessarar umdeildu skáldsögu bæði hérlendis og erlendis og litið aðeins á bókmenntalandslag tímabilsins á Íslandi í leiðinni.“
Þáttinn má hlýða á hér í gegnum Vefvarp RÚV næstu tvær vikurnar.