Minningarljóð

Nú byrjar nýr þáttur í Skáldasetri Jóhannesar úr Kötlum en það eru minningarljóð hans sem hann fékkst við mest alla ævina. Meiningin er að safna þeim hér saman á einn stað. Það hefur komið í ljós að þau eru víða til, bæði í bókum hans, tímaritum og blöðum. Mörg þeirra birtust á sínum tíma í bókinni Vinaspegli, en hún er löngu uppseld. Þá eru mörg þeirra geymd í skjalasafni hans í Þjóðarbókhlöðunni, en víða er þau að finna í útfararskrám og sum jafnvel einungis til í einkaeign. Það er von okkar að sem flestir sendi okkur ljóð sem ekki hafa birst áður. Menn geta athugað hvort þau eru til í Þjóðarbókhlöðunni með því að smella í Ritaskrár hér til hliðar og fara í heildarskrá og þá er hægt að leita þar undir númerunum: 1-8, 1-9 og 1-10.