Fyrsta vísan sem ég lærði var eftir föður minn og mér var sagt að hann hefði gert hana um mig, þegar ég var lítill snáði. Vísan er svona:

Hver á lítinn labbakút
sem langar að fara út,
að skoða bæði hyrndan hrút
og horfa á púta-pút.