Nýlega kom út bókin „90 sýni úr minni mínu“ eftir Halldóru Kristínu Thoroddsen. Þar segir hún frá því m.a. hvað það hafi verið erfitt að bera út Þjóðviljann í Snobbhill. Áskrifendur voru svo strjálir að þetta var tveggja tíma ganga með fimmtíu blöð. Í Selvogsgrunni (á að vera Sporðagrunni 7) bjó Jóhannes úr Kötlum og konan hans blíða. Þar var henni stundum boðið inn í kakó og þegar hún hætti útburðinum kvaddi Jóhannes hana með þessari vísu:

Svo að lifi list fín,
lengur en hér vist þín,
hvar getum við hist mín,
Halldóra litla Kristín.