Jóhannes safnaði nokkrum hestavísum og voru þær gefnar út af Heimskringlu í litlu kveri 1962. Þar á meðal er þessi eftir hann sjálfan:

Blakkar frýsa og teygja tá,
tunglið lýsir hvolfin blá,
knapar rísa og kveðast á,
kvikna vísur til og frá.