Hátíð fer að höndum ein
Þriðja og síðasta greinin eftir Hjalta Hugason sem við birtum ber nafnið Hátíð fer að höndum ein og hefst þannig: „Í skáldskap Jóhannesar úr Kötlum (1899-1972) tvinnuðust saman tveir þættir sem í hugum margra eru andstæðir: Róttæk vinstristefna og kristin trúarhugsun. Hér verður brugðið ljósi á kveðskap Jóhannesar um jólahátíðina og kannað hvernig þessi stef endurspeglast í henni.” Greinin birtist áður í Lesbók Morgunblaðsins – 24. desember 2005.