hrodny.jpgEftirlifandi eiginkona Jóhannesar, Hróðný Einarsdóttir, er 100 ára í dag. Hróðný dvelur á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík og heldur uppá daginn með fjölskyldu sinni. Hróðný fæddist þennan dag árið 1908 að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, Dalasýslu. Hún kvæntist Jóhannesi þann 24. júní 1930. Hróðný var meðal annars landvörður í Þórsmörk sumurin 1955-1962 ásamt Jóhannesi.

kristinsvava.jpgÍ gær birtist skemmtileg og áhugaverð grein um Jóhannes eftir ljóðskáldið Kristínu Svövu Tómasdóttur á vefnum hugsandi.is en vefurinn er: „…vefrit um fræði og menningu í víðum skilningi og er framtak ungs fólks sem á margvíslegan hátt tengist fræða-, lista eða menningarstarfi.“
Greinin ber yfirskriftina: Fáeinir óreiðukenndir kaflar um Jóhannes úr Kötlum og brjóstvit alþýðunnar – og fjallar meðal annars um þátttöku Jóhannesar í ungmennafélagshreyfingunni og kynnum hans af kommúnisma.

Hér má lesa greinina í heild sinni.

Jóhannes úr Kötlum talar um kúna í þættinum Dýraríkið, 9. október 1960. Í Gullkistunni á Rás 1 í dag var flutt gömul segulbandsupptaka úr safni Ríkisútvarpsins en þar fjallar Jóhannes um íslensku kúna og margt sem henni tengist frá fyrri tíð og fram á okkar daga sem forvitnilegt er að hlusta á.

Hér má hlýða á þáttinn næstu tvær vikurnar á vef Ríkisútvarpsins.

Nokkrar vísur hafa bæst við í lausavísnaþáttinn: Má þar nefna runhendu sem Jóhannes flutti Símuni av Skarði í Þrastalundi 1929. – Bragarhættirnir stefjahrun, gagaraljóð, dverghenda og stúfhenda, sem eru á netinu í Bragfræði Jóns Ingvars Jónssonar. Þá er birt gömul gangnavísa sem frænka mín Guðborg Aðalsteinsdóttir í Hveragerði benti mér á, en vísan er í bókinni Göngur og réttir, 4. bindi.

Mynd: Símun av Skarði (lengst til vinstri) ásamt Rasmus Rasmussen og Símun Pauli úr Konoy.