Torfi og Valdimar
Í þætti Torfa Geirmundssonar á Útvarpi Sögu þann 14. apríl síðastliðinn var rætt við Valdimar Tómasson vegna útkomu Ljóðaúrvals Jóhannesar úr Kötlum en Valdimar er manna fróðastur um ljóð og ljóðabækur á Íslandi og á eitt stærsta safn íslenskra ljóðabóka í einkaeigu hér á landi. Valdimar og Torfi fóru yfir þær bækur sem Jóhannes gaf út í gegnum tíðina og ræddu um lífshlaup hans. Þáttinn má heyra hér.
Birt með góðfúslegu leyfi Torfa Geirmundssonar og Útvarps Sögu.