Kliðmjúk ljóð við kliðmjúk lög
Ljóð Jóhannesar í bundnu máli virðast falla einstaklega vel að tónlistarsköpun og því ekki að undra hvað mörg tónskáld og tónlistarmenn hafa leitað í smiðju Jóhannesar í gegnum tíðina.
Kliðmjúk væri kannski rétta orðið til að lýsa samruna ljóða hans við tónlist, því það er á stundum eins og þau séu ort til að við þau sé samið lag.
Ljóð Jóhannesar eru auk þess á margan hátt samofin tónlistarsögu okkar Íslendinga. Um jólahátíðina má heyra Bráðum koma blessuð jólin, vísurnar um Jólasveinana eða Jólaköttinn. Og Íslendingaljóðið — Land míns föður, við lag Þórarins Guðmundssonar, hljómar í ýmsum útsetningum við ýmis tækifæri, ár eftir ár.
Páll Svansson tók saman
Páll er sonarsonur Jóhannesar og hefur starfað síðustu tvo áratugi við fjölmiðla, mestmegnis við hönnun og uppsetningu en einnig sem blaðamaður og gagnrýnandi.