Dauðsmannsey
Ólafur Snorrason er drykkfelldur hagleikssmiður og kotbóndi sem eyðir tíma sínum við smíðar á eilífðarvélinni sjálfri; perpetuum mobile. Hörmungar og harðindi leika landið grátt og margir hugsa sér til hreyfings til Vesturálfu.
Jóhannes samdi þrjár bækur á árabilinu 1949–1951 um flutninga Íslendinga til Nýja heimsins uppúr 1870 og fram yfir aldamótin 1900, mestmegnis til fylkja Kanada og Bandaríkjanna sem lágu við landamæri ríkjanna beggja vegna, í Bandaríkjunum voru það Minnesota, Norður- og Suður-Dakota og í Kanada voru það Manitoba og Alberta.
Bækurnar munu seint teljast sem mikilvæg bókmenntaverk í ferli Jóhannesar en þær gefa töluverða innsýn í þetta tímabil í sögu Íslendinga sem fáar aðrar bækur gefa auk þess sem ríkulegt málfar og orðaforði höfundar veita sagnfræðilegt gildi um ríkidæmi íslenskunnar á þeim tíma sem bækurnar eru ritaðar.
Bækurnar eru nú endurútgefnar í fyrsta skipti frá 1951 og nú í rafútgáfu (ebook) sem hægt er að hala niður endurgjaldslaust. Töluverður tími fór í að vinna bækurnar til stafrænnar útgáfu, skanna þurfti inn hverja blaðsíðu úr upprunalegu útgáfunum og umbreyta síðan mynd í letur til rafbókargerðar og yfirfara og leiðrétta texta þar sem það átti við.
Ólafur Snorrason er drykkfelldur hagleikssmiður og kotbóndi sem eyðir tíma sínum við smíðar á eilífðarvélinni sjálfri; perpetuum mobile. Hörmungar og harðindi leika landið grátt og margir hugsa sér til hreyfings til Vesturálfu.
Íslendingarnir stíga á skipsfjöl og sigla fyrst til Skotlands og Ólafur kannar skemmtanalífið. Elífðarvélinni hefur verið vel pakkað niður í lest. Frelsisálfan bíður enn handan hafsins með öll sín tækifæri og ríkidæmi.
Síkakó: hér finnst hvorki töðuilmur né eitt dirrindí úr lóu. Markaðshrunið mikla í Kauphöllinni í New York er nýyfirstaðið og atvinnuleysi eykst. Innflytjendur flykkjast til borgarinnar, beint inn í alla eymdina og volæðið.