Álfheiður Sigurðardóttir
F. 25. mars 1856 – D. 1. febrúar 1946.
Minning um móður
Í hjarta mínu er lítið ljós,
sem logar svo skært og rótt.
Í gegnum torleiði tíma og rúms
það tindrar þar hverja nótt.
Það ljósið kveiktir þú, móðir mín,
Af mildi, sem hljóðlát var.
Það hefur lifað í öll þessi ár,
þótt annað slokknaði þar.
Og þó þú sért horfin héðan burt
og hönd þín sé dauðakyrr,
í ljósi þessu er líf þitt geymt,
— það logar þar eins og fyrr.
Í skini þess sífellt sé ég þig
þá sömu og þú forðum varst,
er eins og ljósið hvern lífsins kross
með ljúfu geði þú barst.
Af fátækt þinni þú gafst það glöð,
— þess geislar vermdu mig strax
og fátækt minni það litla ljós
mun lýsa til hinsta dags.
Í nafni Pálínu Benediktsdóttur
J. (Jóhannes úr Kötlum)

Álfheiður Sigurðardóttir
Minningarljóð um Álfheiði Sigurðardóttur, sem bjó að Viðborði á Mýrum eystra og seinna að Einholti í sömu sveit. Maður hennar var Benedikt Kristjánsson. Ljóðið kom frá Heiðdísi Gunnarsdóttur á Selfossi, dóttur Gunnars Benediktssonar rithöfundar í Hveragerði, en Gunnar var sonur Álfheiðar og því bróðir Pálínu Benediktsdóttur í Helli í Ölfusi sem kvæðið er ort fyrir. Þeirra systkini voru m.a, Unnar og Jónína í Hveragerði og Sigurður á Gljúfri í Ölfusi, auk fleiri systkina sem getið er um í ævisögu Gunnars; „Í flaumi lífsins fljóta“.