Að yrkja jörðina… Að yrkja ljóðið…
Skáldið Jóhannes úr Kötlum
Alstaðar var hann þátttakandi og samtímamaður, jafnan einarður í skoðunum og hreinskilinn en jafnframt leitandi, með áhuga á hinu síbreytilega inntaki tilverunnar og túlkunartækjum hennar, ljóðinu og tungumálinu. Hann hóf skáldferil sinn sem nýrómantískt skáld, varð síðan helsta ljóðskáld hins félagslega raunsæis; gerði þar næst sína eigin formbyltingu og tók þátt í formbyltingu annarra með því að nýta sér ýmislegt úr fagurfræði módernismans.

  • „Í ljóðum Jóhannesar úr Kötlum má lesa og rekja bókmenntasögu íslenskrar ljóðagerðar allt frá nýrómantík aldamótanna og til loka módernismatímabilsins.” - Eysteinn Þorvaldsson
  • „Jóhannesi úr Kötlum tókst það sem engu öðru skáldi lánaðist, að feta allan veginn frá Svörtum fjöðrum til módernismans.” - Ármann Jakobsson