Stefjahrun, gagaraljóð, dverghenda og stúfhenda

Nokkrar vísur hafa bæst við í lausavísnaþáttinn: Má þar nefna runhendu sem Jóhannes flutti Símuni av Skarði í Þrastalundi 1929. – Bragarhættirnir stefjahrun, gagaraljóð, dverghenda og stúfhenda, sem eru á netinu í Bragfræði Jóns Ingvars Jónssonar. Þá er birt gömul gangnavísa sem frænka mín Guðborg Aðalsteinsdóttir í Hveragerði benti mér á, en vísan er í bókinni Göngur og réttir, 4. bindi.

Mynd: Símun av Skarði (lengst til vinstri) ásamt Rasmus Rasmussen og Símun Pauli úr Konoy.