Í dag kl 13.00 verður fluttur þátturinn ,,Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir” á Rás 1. Þetta er þáttur um Sóleyjarkvæði eftir Pétur Pálsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og útgáfu þeirra á plötu. Umsjón hefur Ingibjörg Hjartardóttir.

Fleiri vísur hafa nú bæst við í „Lausavísnaþáttinn“ og koma úr mörgum áttum. Ólafur Guðbrandsson frá Kambsnesi í Dölum sendi mér þrjár vísur úr Dölunum. Ein er um móður hans, önnur um Einar afa minn á Hróðnýjarstöðum og þriðja um séra Ólaf á Kvennabrekku.

Það má með sanni segja að ferskeytlan lifir enn góðu lífi á Fróni. Í lausavísnaþættinum birtast nú vísur sem endur fyrir löngu urðu til í kaffistofu Máls og menningar að Laugavegi 18 og hafa geymst í minni Önnu Einarsdóttur fv. verslunarstjóra í Bókabúð Máls og menningar.

Í dag var bætt við nokkrum vísum í þáttinn „Lausavísur“. Vísurnar eru undir titlinum „Vísur úr Dölunum“ og eru um sr. Jón Guðnason skjalavörð, sr. Ólaf Ólafsson á Kvennabrekku, Eyjólf bónda Jónasson í Sólheimum, Skúla bónda Jóhannesson á Dönustöðum og um köttinn hennar Hugrúnar Þorkelsdóttur á Hróðnýjarstöðum.

Það er segin saga að verk Jóhannesar úr Kötlum hafa um langa hríð verið vinsæl í skólum landsins. Í leikskólunum hafa barnaljóð hans átt fastan stað í litlum hjörtum og þegar nær dregur jólahátíð trónir hin sívinsæla bók hans Jólin koma efst á sölulistum bókabúða og efni hennar miðlað til nýrra kynslóða ár hvert, frá foreldri til barns.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum

Ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. aldar á Íslandi yrði það nærri því óhjákvæmilega Jóhannes úr Kötlum. Hann lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum og um engan samtímamann hans í skáldahópi verður sagt með jafnmiklum sanni að hann hafi fundið til í stormum sinnar tíðar. Enginn fylgir heldur eins nákvæmlega þróun ljóðlistarinnar á öldinni. Hann hóf feril sinn sem nýrómantískt skáld á þriðja áratugnum, innblásinn af löngun til að efla hag landsins og ást þegnanna á því. Hann var líka einlægur trúmaður og þó að hann yrði síðar gagnrýninn á guð almáttugan hélt hann alla tíð vinskap sínum við Jesú Krist, eins og launkímni ljóðaflokkurinn Mannssonurinn (1966) er dæmi um. Á kreppuárum fjórða áratugarins var hann í broddi fylkingar róttækra skálda, knúinn áfram af löngun til að efla sjálfstraust alþýðunnar og örva hana til að berjast fyrir bættum kjörum.
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum12. desember 2019
Stekkjarstaur kom fyrstur…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum9. ágúst 2019
Jóhannes skrifaði þrjár bækur á árabilinu 1949–1951 um flutninga Íslendinga til Nýja heimsins uppúr 1870 og fram yfir aldamótin 1900, mestmegnis til fylkja Kanada og Bandaríkjanna sem lágu við landamæri ríkjanna beggja vegna, í Bandaríkjunum voru það Minnesota, Norður- og Suður-Dakota og í Kanada voru það Manitoba og Alberta.

Bækurnar munu seint teljast sem mikilvæg bókmenntaverk í ferli Jóhannesar en þær gefa töluverða innsýn í þetta tímabil í sögu Íslendinga sem fáar aðrar bækur gefa auk þess sem ríkulegt málfar og orðaforði rithöfundar veita sagnfræðilegt gildi um ríkidæmi íslenskunnar á þeim tíma sem bækurnar eru ritaðar.

Bækurnar eru nú endurútgefnar í fyrsta skipti frá 1951 og nú í rafútgáfu (ebook) sem hægt er að hala niður endurgjaldslaust. (mobi + ePUB)

http://johannes.is/
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum24. desember 2018
Þrettándi var Kertasníkir…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum23. desember 2018
Ketkrókur, sá tólfti…
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum22. desember 2018
Ellefti var Gáttaþefur…