Enn bætast við fleiri vísur

Það má með sanni segja að ferskeytlan lifir enn góðu lífi á Fróni. Í lausavísnaþættinum birtast nú vísur sem endur fyrir löngu urðu til í kaffistofu Máls og menningar að Laugavegi 18 og hafa geymst í minni Önnu Einarsdóttur fv. verslunarstjóra í Bókabúð Máls og menningar.

Fleiri gamlar lausavísur

Í dag var bætt við nokkrum vísum í þáttinn „Lausavísur“. Vísurnar eru undir titlinum „Vísur úr Dölunum“ og eru um sr. Jón Guðnason skjalavörð, sr. Ólaf Ólafsson á Kvennabrekku, Eyjólf bónda Jónasson í Sólheimum, Skúla bónda Jóhannesson á Dönustöðum og um köttinn hennar Hugrúnar Þorkelsdóttur á Hróðnýjarstöðum.

Opnun skáldaseturs

Það er segin saga að verk Jóhannesar úr Kötlum hafa um langa hríð verið vinsæl í skólum landsins. Í leikskólunum hafa barnaljóð hans átt fastan stað í litlum hjörtum og þegar nær dregur jólahátíð trónir hin sívinsæla bók hans Jólin koma efst á sölulistum bókabúða og efni hennar miðlað til nýrra kynslóða ár hvert, frá foreldri til barns.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum5. október 2017
Friðrika Benónýsdóttir fékk góðfúslegt leyfi frá okkur til að skoða og velja ástarbréf frá Jóhannesi úr Kötlum til konu sinnar Hróðnýjar. Þau eru nú komin út meðal annarra ástarbréfa í bókinni Eldheit ástarbréf.
69 1    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum5. október 2017
Hjalti Hugason prófessor fjallar um Sóley sólufegri - Um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar sem kom út fyrr á þessu ári hjá Máli og menningu.
7    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum deildi innleggi frá Svanur Jóhannesson.1. október 2017
Var að koma frá því að skoða Kapellu Magnúsar Hannessonar í Hveragerði og kínverska garðinn hans og kínversku konunnar hans. Færði þeim eintak af Dagbók pabba úr Kínaförinni 1952.
22    Skoða á Facebook
25    Skoða á Facebook
6    Skoða á Facebook