[dropcaps]Í[/dropcaps] maímánuði birtum við þrjár greinar eða greinasafn eftir Hjalta Hugason, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, um Jóhannes og ljóðagerð hans. Fyrsta greinin sem birtist heitir: Kristur og framtíðarlandið – Trúarleg minni í ljóðum Jóhannesar úr Kötlum 1926-1952 – og fjallar um: „…tvö trúarleg minni í kveðskap Jóhannesar úr Kötlum (1899-1972) á tímabilinu frá því fyrsta ljóðabók hans Bí, bí og blaka kom út 1926 þar til Sóleyjarkvæði birtist 1952.

Í dag kl 13.00 verður fluttur þátturinn ,,Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir” á Rás 1. Þetta er þáttur um Sóleyjarkvæði eftir Pétur Pálsson við ljóð Jóhannesar úr Kötlum og útgáfu þeirra á plötu. Umsjón hefur Ingibjörg Hjartardóttir.

Fleiri vísur hafa nú bæst við í „Lausavísnaþáttinn“ og koma úr mörgum áttum. Ólafur Guðbrandsson frá Kambsnesi í Dölum sendi mér þrjár vísur úr Dölunum. Ein er um móður hans, önnur um Einar afa minn á Hróðnýjarstöðum og þriðja um séra Ólaf á Kvennabrekku.

Það má með sanni segja að ferskeytlan lifir enn góðu lífi á Fróni. Í lausavísnaþættinum birtast nú vísur sem endur fyrir löngu urðu til í kaffistofu Máls og menningar að Laugavegi 18 og hafa geymst í minni Önnu Einarsdóttur fv. verslunarstjóra í Bókabúð Máls og menningar.

Í dag var bætt við nokkrum vísum í þáttinn „Lausavísur“. Vísurnar eru undir titlinum „Vísur úr Dölunum“ og eru um sr. Jón Guðnason skjalavörð, sr. Ólaf Ólafsson á Kvennabrekku, Eyjólf bónda Jónasson í Sólheimum, Skúla bónda Jóhannesson á Dönustöðum og um köttinn hennar Hugrúnar Þorkelsdóttur á Hróðnýjarstöðum.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

[fts_facebook type=page id=110810978940652 access_token=EAAP9hArvboQBAC2KL0DXFb471ao1eAygvvDyyJBl4KZBj1Iw4ZCNnviHRZAiCTf0AlbsBKaAURdvsdliIUB0Dsrouf9XqwsPp1RCS8IPPjwVIfoZCwftgzzvWfB2LagoX1rFhgiaXAg3crZAWThzduC4uzJ9ewqxBKbXaJCXExls5GJRsHm8BdPcUKuufgzZCPb5mUD0rqggZDZD posts=6 description=yes posts_displayed=page_only images_align=left]