Sóley sólufegri

Í byrjun sumars, daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní, var haldið upp á 80 ára afmæli Bókmenntafélagsins Máls og menningar í menningarhúsinu Hörpu. Af þessu tilefni gaf félagið út bókina Sóley sólufegri, sem fjallar um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar.

Dagbók og ljóð Jóhannesar úr Kötlum

Komin er út Dagbók Jóhannesar úr Kötlum úr vináttuheimsókn til Kína árið 1952, en þá um haustið fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða árið 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum í för voru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.

Jólin koma í Pakistan

Þessi unga pakistanska stúlka að  nafni Kanisha Riaz fékk óvænta gjöf frá Íslandi fyrir jólin, en hjónin Svanur Jóhannesson, sonur Jóhannesar úr Kötlum, og Ragnheiður Ragnarsdóttir kona hans, styðja þessa stúlku í gegnum ABC-barnahjálp. Kanisha fékk jólakort með mynd af Þvörusleiki og Jólin koma.

Jólasýning Landsbókasafns

Jólasýning Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns var opnuð nú í byrjun desember en tilefni sýningarinnar er 80 ára útgáfuafmæli kvæðakversins Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum.

Kínaför 1952

Haustið 1952 eða nánar tiltekið 28. september fór íslensk sendinefnd í fyrsta sinn til Kínverska alþýðulýðveldisins sem hafði verið stofnað aðeins fáeinum árum áður eða 1949. Jóhannes úr Kötlum var formaður þessarar nefndar, en með honum fóru Þórbergur Þórðarson, Ísleifur Högnason, Nanna Ólafsdóttir, Skúli Þórðarson og Zóphonías Jónsson.

Skáldasetur á Facebook

Hér birtast sjálfkrafa innlegg og umræða af Facebooksíðu Skáldaseturs.

16    Skoða á Facebook
1    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum5. október 2017
Friðrika Benónýsdóttir fékk góðfúslegt leyfi frá okkur til að skoða og velja ástarbréf frá Jóhannesi úr Kötlum til konu sinnar Hróðnýjar. Þau eru nú komin út meðal annarra ástarbréfa í bókinni Eldheit ástarbréf.
70 1    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum5. október 2017
Hjalti Hugason prófessor fjallar um Sóley sólufegri - Um Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum og tónstef Péturs Pálssonar sem kom út fyrr á þessu ári hjá Máli og menningu.
7    Skoða á Facebook
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum
Skáldasetur | Jóhannes úr Kötlum deildi innleggi frá Svanur Jóhannesson.1. október 2017
Var að koma frá því að skoða Kapellu Magnúsar Hannessonar í Hveragerði og kínverska garðinn hans og kínversku konunnar hans. Færði þeim eintak af Dagbók pabba úr Kínaförinni 1952.
22    Skoða á Facebook