Ljóðaúrval í Kiljunni

Síðastliðinn miðvikudag var Silja Aðalsteinsdóttir, útgáfustjóri Máls og menningar,  gestur Kiljunnar á RÚV. Silja ræddi við Egil Helgason um Ljóðaúrval, bók sem hún ritstýrði og ritar inngang að, en þessi útgáfa er að sögn Silju ætluð nýjum kynslóðum ljóðaunnenda sem aðeins hafa kynnst Jóhannesi að litlu leyti í gegnum sína skólagöngu. Aðrir þekkja Jóhannes helst vegna bókarinnar Jólin koma og kvæðanna þar um Jólasveinana, Grýlu og Jólaköttinn.
Bókin Ljóðaúrval er því kærkomin yfirsýn yfir helstu ljóð Jóhannesar og verður vonandi til þess að kynna hann á nýjan leik fyrir þjóðinni.
Í þættinum heyrist gömul hljóðupptaka í eigu RÚV en þar flytur Jóhannes sjálfur ljóðið Rímþjóð.

Þáttinn má skoða hér.

Þess má geta að myndasafnið hér á  johannes.is kom í góðar þarfir við gerð þáttarins og var veitt góðfúslegt leyfi vegna þess.